ÞÁ ...

 

ÞÁ ...

 

launin svo lág

lágu þér hjá 

á beddanum

rigning skall með skellum

á ískrandi götunum

ég hjálpa þér við að þynna út

í drjúpandi tárunum

 

það er gott að geta haldið fast

hvort í annað

þegar gæfan er völt

 

hengingarólin spennt

til hins ýtrasta um handlegg þinn

skíma nýs dags skerst

inn í útþanin sjáöldrin

farinn að streyma til vinnu

skvaldrandi mannfjöldinn

 

við förum hvergi 

nema til þess eins að fylla á

útvega meiri olíu á eldinn

 

við gátum eitt sinn beislað vindinn

tendrað eld með steinum

gert okkur mat úr aðstæðum

reiknað út hárfínt jafnvægið

á vogarskálunum

 

nú sitjum við tvö saman

römmuð inn 

á mynd sem að enginn vill sjá

sem við ætluðum okkur aldrei að vera með á

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband