Innri Njarðvík
21.4.2021 | 19:28
Hughrif í Innri Njarðvík
Kettir og fiskar, hestar og hundar
og miðin hér rétt við fót.
Gott er að norpa í Innri Njarðvík,
nýorpinni sólu mót.
Í dögun er daggarperlur glitra,
í dýrð sinni grundum á.
Gott er að ganga í Innri Njarðvík,
glaður í hjarta þá.
Fjörgömul fjöllin skýjum skreytt
og skrúður með aldanna nið.
Gott er að yrkja í Innri Njarðvik
við indælan fuglaklið.
Tæplega finnst hér í heimsbyggð slík,
hamingjuborg sem Innri Njarðvík.
Sem vel skreytt léreft eða verðlaunatík,
hjarta vort slær með Innri Njarðvík.
Sem perlum skreytt sérsaumuð skraddaraflík,
skreytir hún foldina Innri Njarðvík !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.