Ógrátin tár
1.7.2018 | 09:51
Ógrátin tár
Sviti sem vætlar um vanillubrá,
verður að sviða í augum.
Sætur og sefandi andadráttur,
samfarir fullar af draugum.
Koss sem er svikinn svífur að,
sækir svo kitlandi í nára.
Við sækjum elskan á ófært vað,
ennþá ógrátinna tára.
sækir svo kitlandi í nára.
Við sækjum elskan á ófært vað,
ennþá ógrátinna tára.
Við fundumst í myrkrinu fálát og hljóð,
í funheitum hvatanna straumum.
Ortum í óminni lævíst ljóð,
lifðum í taktföstum draumum.
í funheitum hvatanna straumum.
Ortum í óminni lævíst ljóð,
lifðum í taktföstum draumum.
Trúðum á tvennt í blindni og blý,
bundum við hvors annars fætur.
Svifum til himins og héldum fast í,
húmdökkar óræðar nætur.
bundum við hvors annars fætur.
Svifum til himins og héldum fast í,
húmdökkar óræðar nætur.
Víst lifðum við lífi í stöðugri vá,
lutum þeim öflum er granda.
Þreyttumst svo seint í þeirri þrá,
sem þræðir um vegina vanda.
lutum þeim öflum er granda.
Þreyttumst svo seint í þeirri þrá,
sem þræðir um vegina vanda.
Það var svo gefið að eitthvað var að,
eymdin tók stjórntauma yfir.
Þó myrkur inn leki í ljóssins stað,
þá er það birtan sem lifir.
eymdin tók stjórntauma yfir.
Þó myrkur inn leki í ljóssins stað,
þá er það birtan sem lifir.
Ég kveðju vill kasta í ljóði til þín,
sem kvaddir og áfram hélst veginn.
Því ég veit svo vel að þín gæfa dvín,
og veltur þar hinumegin.
sem kvaddir og áfram hélst veginn.
Því ég veit svo vel að þín gæfa dvín,
og veltur þar hinumegin.
Ef sérðu í rökkrinu sýn af mér,
saman um duft og lifandi gínur.
Umvafin vofunum sendi ég þér,
þessar voluðu línur.
saman um duft og lifandi gínur.
Umvafin vofunum sendi ég þér,
þessar voluðu línur.
Því ég veit að þú ein í þverrandi sátt,
átt þjáning og samskonar sár.
Og þitt hjarta enn hýsir bugað og flátt,
hryggð og ógrátin tár.
átt þjáning og samskonar sár.
Og þitt hjarta enn hýsir bugað og flátt,
hryggð og ógrátin tár.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.