Á haugum

Á haugum
 
 
Þá grufla ég áfram í tímans gráa haug,
gullin mín þar liggja hér og þar.
Finnst ég sjái grilla í gamlan draug,
óglöggt man þó hvernig, hvort og hvar.
 
Ég snýst í hringi í kringum þar og hér,
hendi illa reiður oft á flestu.
Þarna sé ég slitna mynd af þér,
þér sem gafst mér árin týndu og bestu.
 
Það leynist margt í sorpinu nú sé,
þó sé það frekar leiðingjarnt að leita.
Að því góða er tíminn lét í té,
og minningana tré með því að skreyta.
 
Í raun það stoðar lítið um að þrátta,
það er ei margt sem annars er til boða.
Og kannski með því betur mig ég átta,
hvernig mér tekst öllu að stefna í voða.
 
Svo ef þig vantar mig í heimsókn væna,
þá veistu hvar þú auman finnur mig.
Á minninganna haug hvar ég skal mæna,
á allt sem kveikir minningar um þig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband