BÚMERANG
27.4.2018 | 18:23
BÚMERANG
Þú gafst mér von um veröld betri,
vinakoss á kalda kinn.
Lygi um dvöl í draumasetri,
dyr inn í sjálfan himininn.
Með ljúfum orðum laugst og tældir,
í leik sem var ei til í raun.
Sannleikann með sanni þvældir,
uns sjálf þú skildir ekki baun.
Í hjarta þínu pukrast púkar,
er pynta hverja þanda taug.
Meintar hvatir, myndir sjúkar,
er mana fram í dagsljós draug.
Úr minninganna súra safni,
ég sendi þig á gleymskuhaug.
Það stoðar lítt að rifja upp raunir,
og reyna að breyta tímans leik.
Hæpið er að lífið launi,
að láta gamlan kvitt á kreik.
Þú færð það sem þú lætur frá þér,
í fangið aftur minning kær.
Í skúffubréfi skrifuðu af mér,
sem skolast svo í þínar klær.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.