ÁRAMÓTALJÓÐ

Þú varst maðkur á bekk sem einhver hafði sest á fyrir slysni og

flatt út. Grafkyrr í ljósi dapurlegra kringumstæðna.

Drepinn af rassi.

Kálað af tilfallandi vegfaranda sem grunlaus hefur nú á bossanum þrykk af þér.

 

Þú varst grunlaus þennan morgun þar sem þú silaðist upp fætur bekksins í slími þínu. Spenntur sem værir þú í frjálsu falli.

Og í ormheila þínum ómaði frómur frasinn í endalausu bergmáli. Frasinn sem segir að það sé ferðin en ekki takmarkið sem helgar blessað meðalið.

 

En Kæri Ormur...

Það er betra að hyggja að stað áður en af stað er tekið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband