Fćrsluflokkur: Bloggar
Svipskot
16.6.2009 | 09:18
Bloggar | Breytt 17.6.2009 kl. 21:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloss
15.6.2009 | 10:44
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn af grímum
14.6.2009 | 10:39
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvíld
7.6.2009 | 22:58
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Skeyti
26.4.2009 | 09:24
PRÍSUND ŢAGNARINNAR (FYRSTA MYND)
Ţögnin sat um Ólaf eins og fuglarinn um bráđ,
gnísti tönnum og beiđ.
Ţađ var liđiđ á daginn og nánast tekiđ ađ rökkva,
ţegar möskvarnir lćstust um hann.
Eftir óskýra daga sem Ólafur gat ekki taliđ,
kom hann til sjálfs sín í risavöxnum turni, holum og tómum.
Međal (ađ ţví er virtist) lifandi dauđra mannvera sem mćltu ei orđ,
heldur störđu blýstífar fram í húm rúmsins, ýmist sitjandi á hnjám sér eđa vafrandi stefnulaust um gólf.
Efst í toppi turnsins glumdu klukkurnar viđ sólsetur,
tónarnir víbruđu í hlustum og um gervallan strúktúrinn.
Í leit sinni inn á viđ rakst Ólafur ekki á minningar né heldur slitrur af fortíđ.
Hann mćlti ei meir frá fyrsta deginum í prísundinni.
Í hugsun sinni leitađi hann ađ ábendingum um framvindu daganna, međ augum sínum leitađi hann ađ klukku og táknum á ávölum veggjunum.
Innan nokkurra daga varđ hann sem steinrunninn og frá sér.
Tók ţá upp sama háttalag og hinar manneskjurnar í turninum.
Allt var í skuggans tónum, dökkblátt varđ dökkgrátt, gult varđ ljósgrátt og svo
einstaka skerandi tónar af brenndu.
Suma daga ráđandi ísköld hrímhvíta.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Noregshitt eftir dómsdaginn
4.4.2009 | 08:43
Noregshitt eftir dómsdaginn
á vefnum taldi fullsannađ ađ miđaldra kvendi í henni Ameríku
hefđi allt ţađ rétta fram ađ fćra
og ađ áriđ 2000 myndi marka mót
hafđi pakkađ sínu hafurtaski í tösku
og ćft sem óđur til ađ vera í formi
fyrir endinn
eftir gaumgćfilegar rannsóknir og nćrkíkk í fćrslur og skjöl
gat hann glögglega séđ ađ í Noregi virtist seif eftir atburđinn stóra
vegna legu fjalla og veđurfars
ţví pakkađi hann helst hlýrri fötum
hann var langt frá ţví einn um sannfćringuna
stór hópur fylgdi loftsteininum fyrirspáđa
ţar sem hann leiđ um himingeiminn
spjallrásir um atburđinn komandi opnuđust
fólk skaut sér saman sem bandamenn
jafnvel sem komandi elskendur
hittumst í Noregi
ertu búinn ađ pakka ?
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Borgarmynd#1
27.3.2009 | 08:44
Borgarmynd#1
Ţar sem hann sat á teppinu á götunni undir trénu
var hćgt ađ versla:
A) Gömul pör af skóm, tiltölulega heillegum ásamt öđru sem klćtt getur mannslíkamann. Par af gallabuxum, jakka og stuttermaboli.
B) Tónlist af ýmsum toga, einkum og sér í lagi LP plötur, margar hverjar komnar vel til ára sinna. Popp, rokk og diskó ráđandi. Innan um afar góđir gripir.
Allt á einn dollara.
C) Slitrur af húsgögnum. Mislaskađir stólar (ţrjú stykki) staflađ í örlitla stćđu, kommóđu og jafnvel standlampa (ţó án skerms og ljósaperu).
D) Bćkur, líklega 50 - 60 talsins.
Á daginn sat hann á teppinu undir trénu nálćgt götunni. Útblástursreyktur af kurrandi umferđinni. Ferđaútvarpiđ stillt á hćsta hljóđstyrk. Lífstekinn ađ sjá og blökkumađur.
Á kvöldin fćrđi hann sig um set. Tók teppiđ og ferđaútvarpiđ og settist upp viđ grásvarta veggi blokkarinnar sem gnćfđi yfir. Fjall myndađ af steypu og iđandi af mannverum. Vökul augu hans vöktuđu markađinn litla. Stöđugur straumur, ójafn púls. Öngţveitiđ var stöđugt, eins og foss tengdur jökli, frussandi og eilíft.
Ég átti leiđ hjá og ţađ nálgađist miđnćtti, hitinn ennţá óţćgilegur. Ţvalur og međ ugg fyrir nóttinni. Hönd mín vinstri spennt um höldur úttrođins poka fullan matvörum og drykkjarföngum.
"Get ég hjálpađ ţér um eitthvađ herra", barst frá manninum á teppinu.
Ég gekk á braut međ ferđaútvarpiđ sem ég fékk fyrir klink, skildi hann eftir brosandi en hvekktan ţó. Sá hann aftur nćsta dag á leiđ minni í sjoppuna og gat ekki annađ en haft samviskubit yfir einhliđa skiptunum. Hann kinkađi kolli til mín.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)