Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Um það....

um það 

því það vætir upp í litunum
gefur falska en sterka von
af því það stendur til boða
og er alltaf til staðar

eins og dögun eða nótt
eða næsta retta

kannski smá eins og sótt
sem er alltaf yfirvofandi

sáttin liggur í því
að skoða atferlið
og aðkomuna

eftirsjáin
sem fylgifiskur
er óskeikul
og alltaf til staðar
en útreiknanleg
og þvi engin hemja
að hlýða hennar kalli
heldur reikna sporin

við vitum innst inni
að áframhald er eina leiðin
og mögulega
eina
vitið

þó grunur liggi
á dýpsta vaði
um feilgöngur


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband