Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

nefnd ónefnd

ÓNEFND

(ÓNEFND; BLEK Á PAPPÍR 21 X 27 CM)


grunur um lok #99

grunur um lok #99 

það læðist að grunur
um dauða
hnignun og jafnvel það skjóti upp
kollinum
gamalli mynd dálítið eins og

í seipía tónum
af hrungjörnum laufum
og haustskógum sem teygja sig
til enda veraldar

þyngdaraflið
virðist hafa gefið í til muna
þrýstir þér niður í gólfið
eða skellur á eins og straumþung á

ræturnar liggja í jörðinni
teygja sig hálfa leið til hvæsandi kjarnans


KH

KLYFI HERÐAR

INNSETT Í SPILARA TÓNLISTAR Á SÍÐUNNI

HÉR TIL VINSTRI

G Ó Ð A R  S T U N D I R


Sjoppuvísa

Sjoppuvísa 

Siggu með sinnepið
henni blöskrar sem fyrr
þessi bíræfni kúnnans
sem treður sér fremst í röðina
hafðu þig hægan
þú átt engan rétt
æpir Sigga með sinnepið
og gefur puttann

aftur og enn á ný

Sigga með sinnepið
er hörð í horninu
enda margreynd í bransanum
og þykkur er skrápurinn
mig svíður samt höfnunin
en skil hennar viðhorf
þú færð enga afgreiðslu
hér
æpir sigga með sinnepið

aftur og enn á ný

Sigga með sinnepið
hefur ljóðrænt eðli
sem nær ekki að blómstra
yfir pulsupottunum
hana dreymir um dáð
jafnvel innskot í spjallþætti
það endar ekki hér
hugsar Sigga með sinnepið

aftur og enn á ný


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband