Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
FLJÓTANDI JÁKVÆÐNISKÚLUR REKA KANNSKI AÐ ÞINNI STRÖND
7.9.2007 | 00:26
Það er skortur og fátækt, volæði og kvöl. Jákvæð orka í verki læknar og heilar.
Í tengslum við alþjóðlega listsýningu í París sem ég var svo heppinn að komast inn á, mun ég nota tækifærið í rólinu um heimsborgina og senda jákvæðan boðskap fljótandi niður ár Parísarborgar.
Litríkar glerkúlur skreyttar uppbyggjandi boðskap munu fljóta og bíða þess að vera uppgötvaðar af ógrunandi lýðnum, hvort sem er í borginni sjálfri eða annars staðar. Með nokkurri heppni munu einhverjar þeirra skolast upp að ströndum framandi landa og skína af jákvæðni í flæðarmálinu. Þetta er svona lítið hliðarverkefni við hliðina á sýningunni en þetta verður bara gaman.
Hver veit nema úrillur, afrískur þunglyndissjúklingur teygi bros á fési þegar hann sér skærrauða kúlu áritaða á strönd við þorpið sitt með textanum: SMILE YOU ARE WORTH IT ?
Nú eða grænlenskur áfengissjúklingur sem nýlega hefur beðið gjaldþrot vegna kvótaskerðingar þegar hann siglir fram hjá einni af jákvæðniskúlunum á kajaknum sínum og les: Money is just a symptom of the times ?
Jæja þá, meira um þetta seinna....
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)