ósk#2

ósk#2 

leyfðu mér að koma
með mín blæðandi kaun
og gljúfradjúpu mein
að beði þínum

gefðu mér tíma
gefðu mér hluta af blíðunni
tærri
hreinni

leystu mig frá altarinu
þar sem ég safna beinum
og gömlum bréfum
skrifuðum af löngu liðnu fólki
þar sem svipirnir óræðu flökta
eins og sólgeislar
í rökkrinu

veistu


eitt bros frá kirsuberjavörunum þínum
gæti brætt
þúsund jökla
framkallað draumfljóðbylgju
stærri en nokkur tsunami

í það minnsta fengið hjartað til að slá
aðeins örar og umbreytt
deginum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband