Um ekkineittið

UM EÐLI EKKINEITTSINS

hafir þú óttast

ekkineittið

skaltu hugsa á ný

út frá breyttum forsendum

því satt best að segja

virkar ekkineittið

alltaf stærst

þegar þú ert beint fyrir framan það

gakktu þónokkur skref (hægt)

afturábak

sjáðu hvernig ekkineittið

fjarlægist

og verður smám saman

nákvæmlega

ekkineitt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Að virða fyrir sér ekkineittið er nauðsynlegt :-)

Best að fylla í húm sálar eitthvað svo ekki neittið fái dagsfrí. Eigðu ljúfan dag.

www.zordis.com, 31.7.2009 kl. 08:11

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Zordís: Ekkineittið er náttúrulega í raun og veru ekki neitt að tala um þannig lagað. En það skýtur upp kollinum; eins og svartholin á það sér tilvist þó "andmassi" sé.

Annars er þetta lítilfjörlegt grey sem verður að engu um leið og maður sér það úr örlítilli fjarlægð.

Kveðja suður :)

Lárus Gabríel Guðmundsson, 23.8.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband