Borgarmynd#1

Borgarmynd#1 

Ţar sem hann sat á teppinu á götunni undir trénu
var hćgt ađ versla:
A) Gömul pör af skóm, tiltölulega heillegum ásamt öđru sem klćtt getur
mannslíkamann. Par af gallabuxum, jakka og stuttermaboli.
B) Tónlist af ýmsum toga, einkum og sér í lagi LP plötur, margar hverjar komnar vel til ára
sinna. Popp, rokk og diskó ráđandi. Innan um afar góđir gripir.
Allt á einn dollara.
C) Slitrur af húsgögnum. Mislaskađir stólar (ţrjú stykki) staflađ í örlitla stćđu,
kommóđu og jafnvel standlampa (ţó án skerms og ljósaperu).
D) Bćkur, líklega 50 - 60 talsins.

Á daginn sat hann á teppinu undir trénu nálćgt götunni. Útblástursreyktur af kurrandi umferđinni. Ferđaútvarpiđ stillt á hćsta hljóđstyrk. Lífstekinn ađ sjá og blökkumađur.

Á kvöldin fćrđi hann sig um set. Tók teppiđ og ferđaútvarpiđ og settist upp viđ grásvarta veggi blokkarinnar sem gnćfđi yfir. Fjall myndađ af steypu og iđandi af mannverum. Vökul augu hans vöktuđu markađinn litla. Stöđugur straumur, ójafn púls. Öngţveitiđ var stöđugt, eins og foss tengdur jökli, frussandi og eilíft.
Ég átti leiđ hjá og ţađ nálgađist miđnćtti, hitinn ennţá óţćgilegur. Ţvalur og međ
ugg fyrir nóttinni. Hönd mín vinstri spennt um höldur úttrođins poka fullan matvörum og drykkjarföngum.

"Get ég hjálpađ ţér um eitthvađ herra", barst frá manninum á teppinu.

Ég gekk á braut međ ferđaútvarpiđ sem ég fékk fyrir klink, skildi hann eftir brosandi en hvekktan ţó. Sá hann aftur nćsta dag á leiđ minni í sjoppuna og gat ekki annađ en haft samviskubit yfir einhliđa skiptunum. Hann kinkađi kolli til mín.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband