Um holdarfar poppstjarna

hefðu bítlarnir verið feitir hefðu þeir aldrei sigrað heiminn
heldur myndast við spilamennsku á hálftómum börum
og endað ferilinn í þögulli upplausn

þannig má segja að heimurinn sé fullur af ranglæti
og einnig að hann búi yfir einhverskonar lögmáli
hvað varðar holdarfar poppstjarna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ransu

Hefðu Pvarotti og Maria Callas verið þvengmjó hefði aldrei myndast sú mýta að óperusöngvarar þyrftu að vera feitir til að ná besta árangri.  Svo mikil var mýtan að þegar Callas fór í megrun og mjókkaði voru menn fullvissir um að rödd hennar hefði dalað.

Gleðilegt ár

Ransu, 10.1.2009 kl. 00:19

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Ransu: Jú, mýturnar eru margar og steríótýpugerðin þrífst sem skyldi. Það sama heyrðist svo sem um Pavarotti þegar hann sneið af sér einhver kílóin einhverntíma ferils síns.

Gleðilegt ár til þín Ransu sömuleiðis og takk fyrir kvittið og bloggin þín gengið ár...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 10.1.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband