Friðarkúlum fleytt af stað...
10.9.2008 | 23:23
Sjálfboðaliðar fjölþjóðahópsins SEEDS létu tilleiðast til þess að rita á eigin máli friðarskilaboð til heimsins á munnblásnar glerkúlur. Kúlurnar voru á stærð við netakúlur og fullflotfærar. Skilaboðin voru síðan grafin af okkur hjá Iceglass á þessar litríku glerkúlur sem tryggir að textinn máist ekki þó svo að kúlurnar verði á floti í fleiri ár. Japanska, serbíska, íslenska, spænska og allt þar á milli.
Svo var rölt yfir heiðina upp undir Helguvík á Berginu í Keflavík.
Hver las upp skilaboðin á eigin máli og varpaði svo kúlu
í iðandi hafið.
Það blés en rigingin var í hléi.
Sú spænska íbyggin hér til hliðar býst til varps.
Þegar ég smellti þessari mynd af þessum frábæra hóp að loknu varpi gat ég ekki annað en hugsað um hvert kúlurnar myndu reka.
Láttu mig vita ef hana rekur upp að þinni strönd...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.