240208
24.2.2008 | 18:01
dagar renna saman svipir hlátrasköll bros og misgóð viska
við tyggjum dögunina hungruð eftir næsta sólargeisla
teljum okkur trú um það að þetta NÚ
sé hin heilagi sannleikur
þandar mínútur innihalda fátt nema brostnar vonir og einstakar
digrar fullyrðingar sem þorna til dufts
Athugasemdir
Bara tær snilld. Þú ert einstakur
una (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 21:16
well, that is life.. lífið er eins og maður upplifir það, en það getur líka verið það sem maður telur sér trú um að það sé, hvort sem það er gott eða slæmt
og ég trúi ekki á heilagan sannleik... bara svona að segja það
Guðríður Pétursdóttir, 25.2.2008 kl. 01:22
Vona að brostnar vonir fitni af sæld og sigrum ....
Flottur!
www.zordis.com, 25.2.2008 kl. 09:18
beutiful
Ingibjörg, 26.2.2008 kl. 07:56
Fallegt. Sérstakt.
Sigga, 26.2.2008 kl. 14:56
Fáðu þér nú göngutúr í fallega veðrinu það er svo gott fyrir sálina og bjartsýnina. En svona líður lífð.
Hólmdís Hjartardóttir, 26.2.2008 kl. 16:25
Takk fyrir kommentin og glaðar stundir !
Lárus Gabríel Guðmundsson, 26.2.2008 kl. 22:43
Mjög fallegt.
Dexxa (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 10:05
Dexxa: takk, takk....
Lárus Gabríel Guðmundsson, 27.2.2008 kl. 21:57
Ertu veikur, ekkert blogg í 2 daga? Á ég að koma með súpu til að hressa þig við eða eitthvað sterkara? Koníak?
Kreppumaður, 29.2.2008 kl. 21:00
Heiil og sæll, Lárus og aðrir skrifarar !
Hygg; að þú sért ekki lakara ljóðskáld, sem myndasmiður, ræktir þú þann garð, að nokkru.
Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 17:32
Sæll Lárus. Ég fann síðuna þína í gegnum Zordisi og langar að fá að vera bloggvinur þinn, falleg listverkin þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.3.2008 kl. 19:57
Ásdís: Takk, búið og gert.
Kreppumaður: Engar áhyggjur, þetta gengur yfir......:)
Lárus Gabríel Guðmundsson, 6.3.2008 kl. 02:40
takk Gréta; allir ættu að knúsast í nóttinni :)
Lárus Gabríel Guðmundsson, 14.3.2008 kl. 23:26
Fríða Eyland, 18.3.2008 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.