...

Snúðu mér eins og þú vilt

SNÚÐU MÉR

EINS OG

ÞÚ

VILT


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hmm textinn gæti misskilist, en verkið er án efa glæsilegt

Guðríður Pétursdóttir, 15.2.2008 kl. 06:23

2 Smámynd: www.zordis.com

Smart, bara rosalega smart! 

Er hægt að blanda saman gleri og mosa?  eða móta gler með öðrum tilgerðum efnum ....

Panta hjá þér námskeið í sumar .....  

www.zordis.com, 15.2.2008 kl. 09:44

3 Smámynd: www.zordis.com

Geri mér grein fyrir því að glerið er heitt og það sé eldur og svolll, en samt .....

www.zordis.com, 15.2.2008 kl. 09:45

4 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Guðríður: Misskilist ? hmmm.....hvað áttu við ?

Lárus Gabríel Guðmundsson, 15.2.2008 kl. 20:26

5 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Zordís: Það er svo sem hægt að blanda mosa inn í gler en hann myndi brenna til ösku og verða svartur. Hins vegar er mögulegt að gera mót úr mosa ef hann er blandaður öðrum efnum til að herða hann...Reyndar nokkuð nett hugmynd !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 15.2.2008 kl. 20:30

6 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Ææi ég er bara stundum svona bækluð í "húmornum"

Guðríður Pétursdóttir, 15.2.2008 kl. 21:00

7 Smámynd: Sigga

Þetta er ofboðslega flott verk.

Ertu að selja einhvers staðar?

Sigga, 15.2.2008 kl. 22:07

8 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Sigga: Já hér og þar.....opið verkstæði að Grófinni 2 Keflavík.....vertu velkomin.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 15.2.2008 kl. 23:43

9 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Guðríður: Fattaði þig, langaði bara að heyra svarið :)

Lárus Gabríel Guðmundsson, 15.2.2008 kl. 23:45

10 Smámynd: Fríða Eyland

Nú fer sól hækkandi, gaman af glerinu hjá þér

Kveðja

Fríða Eyland, 16.2.2008 kl. 20:33

11 Smámynd: Elín Björk

Fallegt verk, flott síða hjá þér Lárus! Ég gleymdi mér hér inni, fíla sérstaklega glerstráin (vasana?) og englana úti í náttúrunni, virkilega smart.

Elín Björk, 17.2.2008 kl. 21:31

12 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Takk fyrir kommentin allir...heimurinn er fullur af jákvæðu fólki, gleður mig að sumt af þvi leggur leiðina hér hjá og yljar með fallegum orðum. Takk, takk !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 17.2.2008 kl. 22:45

13 Smámynd: Haukur Viðar

Er ekki stórhættulegt að búa til svona? 

Haukur Viðar, 18.2.2008 kl. 02:23

14 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Haukur: Það er náttúrulega verið að vinna með 1100 gráðu heitt, flæðandi gler í ofnum sem verða um 1600 gráður þegar þeir eru sem heitastir og sjaldan notast við hanska eða varnarbúnað. Auk þess er alltaf hætta á því að glerið springi ef þess er ekki gætt að hitinn sé réttur í því. Jú, í rauninni er þetta stórhættulegt, en maður lætur sig hafa það...7 9 13, ég hef aldrei orðið fyrir slæmum skaða í tengslum við þetta

Lárus Gabríel Guðmundsson, 18.2.2008 kl. 12:54

15 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Fríða: :) Jú, fer síberíurósin ekki bráðlega að blómstra ?

Lárus Gabríel Guðmundsson, 19.2.2008 kl. 03:02

16 Smámynd: Haukur Viðar

En nú spyr ég eins og fáráður: Ertu að búa þetta til úr gömlu gleri (sem þú bræðir) eða ertu að búa glerið til frá grunni?

Haukur Viðar, 19.2.2008 kl. 20:39

17 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Haukur: Glerið sem er brætt kemur í litlum kubbum, dálítið líkum ísteningum. Hægt er að búa glerið til frá grunni en þá hjálpar að vera efnafræðinörður. Ég hef persónulega aldrei dundað við að gera hráefnið sem slíkt.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 19.2.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband