Nokkur samsett orð

Nokkur samsett orð, líklega undir áhrifum Hávamála að hluta. Hripað niður árið 2002. 

FLUG 

Tveir fuglar fljúga,
í flauelsmyrkri.

Örlaganorn á syllu situr.

Veit hún gjörla,
hvaða leiðir,
fuglar fljúga.

Flýgur fugl,
mót firru.
Heimska honum,
hylur sýn.
Annar flýgur,
í faðm opinn.
Brosa örlög,
og æska við.

Hvað rökum ræður,
veit enginn.
Að rata til róta,
enginn kann.

Örlaganorn á syllu situr,
sindra í augum sannleiksneistar.

Aðspurð víkur,
vanga undan.
Orð hennar búa,
englum hjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband