Þegar ég hugsaði til gærdagsins/horfi út um gluggann og sé snjóinn falla

(Þegar ég hugsaði til gærdagsins/horfi út um gluggann og sé snjóinn falla)

 ÞYRNIRÓSA

Baða mig í himni augna þinna,
aðeins of snemma á áfengum morgni,
gestir næturinnar hafa tygjað sig heim.
Þú ert við hliðina á mér hlýrri en sólin.
Ást okkar hefur kollvarpað heiminum.

  (ég horfi út um gluggann og sé snjóinn falla)

Þú leggst mjúklega aftur,
hvílir höfuðið vel á koddanum og sofnar í hundrað ár.

Vaknar upp við lúðraþyt samviskunnar,
hellir upp á kaffi,
skolar af þér lyktina af mér.

Gleymir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Víst ertu rómantiker..horfstu í augun við það. En það finnst mér fyrir þína hönd mjög gott.....mbk,amma

Hólmdís Hjartardóttir, 29.1.2008 kl. 04:27

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.1.2008 kl. 14:47

3 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Hólmdís: Jú takk amma mín...Takk fyrir kíkkið og komment.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 29.1.2008 kl. 22:56

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

fallegt, en samt eitthvað sorglegt

Guðríður Pétursdóttir, 30.1.2008 kl. 01:11

5 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

úbbs, kom vitlaus broskall.. átti að vera þessi

Guðríður Pétursdóttir, 30.1.2008 kl. 01:12

6 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Guðríður: Takk fyrir kommentið. Þetta er það sem er svo heillandi við ljóð, það sem einum finnst rómantískt finnst öðrum sorglegt. Þessvegna er ég mjög lítið fyrir að útskýra skrif, best að halda öllu opnu...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 30.1.2008 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband