Pyntingar í og utan Bandaríkjanna...

Mig langar að benda á þessa hrollvekjandi heimildarmynd um pyntingar í og utan Bandaríkjanna sem eru orðnar daglegt brauð. Reyndar svo daglegt brauð að flestir eru farnir að taka þeim sem sjálfsögðum hlut. Það er augljóst að yfirvöld USA telja þetta eðlilega stjórnsýslu og stefnu þegar kemur að kúgun saklausra almennra borgara.

 

http://gullvagninn.blog.is/blog/hin_nyja_heimsyn/video/2145/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

HREINN VIÐBJÓÐUR

Hólmdís Hjartardóttir, 24.1.2008 kl. 01:56

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Já, þetta er ekki fagurt og það sem koma skal um allan heim, líka hérna á Fróni, ef hlutirni þróast lengra í þessa átt...hin nýja heimssýn er aðeins fyrir fáa útvalda og allt röfl verður barið niður...bandaríkjamenn síðan búnir að koma sér upp þessum fínu fangabúðum, ein áttahundruð stykki víða um landið(Halliburton hneppti hnossið) og nú verður stórtíðinda vart lengi að bíða þar í landi, tíminn er að hlaupa frá fasistastjórninni og æ fleyri að átta sig á lygunum og blekkingunum.

Georg P Sveinbjörnsson, 24.1.2008 kl. 02:52

3 identicon

Takk fyrir þennan link, kæri vinur.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 07:49

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

 ég gat ekki klárað þetta en ég náði pointinu sko alveg, þótt það hafði í raun aldrei farið fram hjá mér hvað þetta er orðið sjúkt.. hugsið ykkur hvað margir vondir menn fá útrás fyrir sínum vondu hliðum þarna ... og komast upp með það..

Guðríður Pétursdóttir, 24.1.2008 kl. 16:53

5 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Gullvagninn: Ekkert að þakka, þörf á að sem flestir sjái hvað raunverulega er í gangi í stríðsbrölti og kúgun hinna "stóru valdahafa" á hinum almenna manni. Það er kominn tími til að horfast í augu við það að hinn hvíti maður er stærsta rándýr jarðarinnar. Það er hins vegar ósvarað hvað hægt sé að gera til að spyrna fótum við þróuninni sem ef til vill er kominn of langt ?

Lárus Gabríel Guðmundsson, 24.1.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband