Hann missti annan fótinn fyrir mörgum árum

frostskip

Hann heitir Villy og er járnsmiður. Gamall maður, hvíthærður með góðlegan svip. Hann missti annan fótinn fyrir mörgum árum vegna þess að hann datt niður úr tréi. Í mörg ár hélt hann fast í að halda fætinum sem gerði í raun ekkert annað en að valda honum kvölum. Þar kom að að hann var skorinn af. Hann gekk með gervifót. Bjó í gömlu húsi í litlum bæ í norðurhluta Danmörku með konunni sinni sem leit út eins og hálf álfkona, og íslenskum hundi sem gelti alltaf þegar ég bankaði upp á. Villy gerði statífin undir þetta fat eftir kúlupennateikningu sem ég lét hann fá. Hann á lítið verkstæði þar sem hann dundar við málmvinnu ýmiskonar, notalega innréttað í skúrnum hjá honum. Þegar ég flutti búferlum sagði hann mér að hann væri að hugsa um að leggja verkstæðið niður...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Keith Richards er sagður hafa dottið niður úr tré. En það var bara runni!!! En frásögni þín lýsir hlýju og mannkærleik.  Og mikið eru verkin þín falleg. Ég eignaðist einu sinni óskaplega fallega glerskál eftir Piu Sverrisson. Átti 2 skæruliða. Skálin alltaf hátt uppi á skáp þar sem hún naut sín ekki. Loks urðu dæturnar þannig að ég setti skálina á góðan stað.....hún var brotin á fyrsta degi. en ég man fegurðina.........

Hólmdís Hjartardóttir, 11.1.2008 kl. 02:26

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Jú eins og ég skrifa er ég eðalmenni og góður drengur. Pía Rakel hefur gert margt gott. Á bók eftir hana. Annars ef þig vantar nýja glerskál veist hvert þú getur leitað

Lárus Gabríel Guðmundsson, 11.1.2008 kl. 03:11

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já ég er búin að sjá hvar ég fæ fallegan glermun

Hólmdís Hjartardóttir, 11.1.2008 kl. 03:27

4 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

 Gott mál

Lárus Gabríel Guðmundsson, 11.1.2008 kl. 03:40

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gaman að lesa þetta.  Hlýlegt og fallegt

Margrét St Hafsteinsdóttir, 11.1.2008 kl. 17:52

6 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Margrét: Þakka, þá hefur eitthvað skilað sér því þannig er minningin um þennan mann. Sumt fólk stafar frá sér einhverju sem bara er sem hunang fyrir hjartað. Villy er einn af þeim....

Góða helgi !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 11.1.2008 kl. 22:33

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Bara tvær litlar vangaveltur; mér þykir þetta með ólíkindum hæfileikaríkur hundur, veistu hvar hægt er að nálgast verk eftir hann? Og Mrs Villy, var það efri eða neðri helmingurinn á henni sem leit álfkonulega út?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.1.2008 kl. 01:01

8 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Helga: Hún hafði svona dálítið álfkonulegt fas og andlitsdrætti og svo er hún pínkulítil og pýreygð sem er alltaf dálítið álfkonulegt.......

Hundurinn hefur mér af vitandi aldrei gert neitt listrænna en að gelta í takt....

Lárus Gabríel Guðmundsson, 12.1.2008 kl. 02:13

9 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Söng hún líka og sagðist heita Björk...?

"...og íslenskum hundi sem gelti alltaf þegar ég bankaði upp á. Hann gerði statífin undir þetta fat eftir kúlupennateikningu sem ég lét hann fá." ... Ekki nóg með það; hann gat gelt í takt. Þessum hjéppa hefur sannarlega verið margt til lista lagt!

 icon myspace funny cute dog

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.1.2008 kl. 02:40

10 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Helga: Þetta eru nú bara útúrsnúningar......

Lárus Gabríel Guðmundsson, 12.1.2008 kl. 02:44

11 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Vissulega, en tækifæri ónotað er tækifæri misnotað. Ég er nýtin kona.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.1.2008 kl. 03:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband