Bleiki kyssifiskur og guli hundakveikjari hvíla á hvítum stalli.
Þeir láta sér aldrei leiðast heldur hafa ofan fyrir hvor öðrum með hnyttnum vísum og bröndurum.
Útsýnið hjá þeim er svo sem ekkert voðalega breytilegt en það skiptir engu máli.
Þeir eru alltof uppteknir af gleðinni við félagskaps hvor annars til þess að pæla of mikið í því.
Einu sinni var guli hundakveikjarinn langt í burtu frá bleika kyssifisknum.
Þá leiddist honum mikið og var einungis notaður í að kveikja í sígarettum.
Nú er hann gaslaus.
Samt er hann glaður af því hann hefur fundið besta vin í heimi.
framhald fylgir.............
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.