Samskipti þurfa ekki að innihalda orð
24.11.2007 | 02:42
Það er sjaldan að maður eignast góða vini. Sérstaklega eru þeir fágætir þeir sem festast við mann eins og kærar minningar, jafnvel þó maður hafi aldrei talað við þá.
Ég átti um tíma samband við einn slíkan sem ég kynntist í gegnum tónlistarlegt samstarf sem gekk og gengst undir nafninu: INFINITE SECTOR PROJECT. Þetta er alþjóðlegt verkefni sem stuðlar að sameiginlegri útgáfu tónlistar á alþjóðlega vísu. Kíkjið á: http://www.infinitesector.org
Jæja, út hafa komið fjöldi safndiska hér og þar og hvar sem er, í Kína, Hollandi, Ísrael og jafnvel bandarískri eyðimörk (eða tveimur). Enginn nennir að græða á þessu enda varla hægt að hafa krónu út úr því að gera sjálfstæða tónlist hvort sem er. Hvað sem því líður...
Í gegnum þetta verkefni komst ég í kynni við snillinginn Gregory Heffernan alias. Cosmo D. Sellósnilling frá New York sem spilar á selló eins og hann væri einn af guðunum. Eftir rafræn samskipti í gegnum mail urðum við sammála um það að svo lengi sem ég sendi honum lög eftir mig, myndi hann glaður spila selló ofan á og senda til baka. Upphófust mail fram og til baka. Ég hef aldrei heyrt í honum röddina. Það angrar mig ekkert, samskipti þurfa ekki að vera með orðum.
Nokkur þessara laga eru hér á síðunni til hliðar.
Njótið heilla...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.