Ef allir gengu á hnjánum sæu allir heiminn eins og börn.

litiðupp

 Ef ég næði mér aðeins upp að mitti liti lífið allt öðruvísi út.

Ef allir gengu á hnjánum sæu allir heiminn eins og börn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Heyrðu ég verð að kíkja í þessa glerbúð, hvar á suðurnesjum er hún nákvæmlega

Fríða Eyland, 5.11.2007 kl. 01:19

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Don´t judge a man untill you have walked a mile in his shoes.. then you are a mile ahead of him, and you´ve got his shoes!  Tala nú ekki um ef hann veitir þér eftirför skríðandi...

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.11.2007 kl. 01:22

3 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Fríða: Grófin 2 í litla stórbænum Keflavík

Helga: Viskumolarnir eru sjaldan langt undan þegar þú átt í hlut. Ég heimta spakmælabók frá þér í jólagjöf

Lárus Gabríel Guðmundsson, 5.11.2007 kl. 01:44

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég sé heiminn eins og það barn sem ég er.  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.11.2007 kl. 02:11

5 identicon

Sæll Lárus G!

Þú þekkir mig víst ekki neitt en ég rambaði óvart á síðuna þína fyrir nokkru og dáðist verulega af þessum fallegu glermunum sem þú ert að gera, ég hef verið daglegur gestur á síðunni þinni síðan. Glermunir hafa þó aldrei heillað mig neitt sérstaklega, allavega sé ég sjaldan fallega glermuni. En þegar ég rakst á síðuna þína varð ég yfir mig heilluð af því sem þú ert að gera og ég bíð alltaf spennt eftir nýju listaverki.

Segðu mér ertu með gallerý í keflavík? En heldurðu nokkuð námskeið í þessari list?

Kv, Lilja.

Lilja (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 14:17

6 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Hæ Lilja, jú verkstæðið er í Grófinni 2 í Keflavík og alltaf opið milli eitt og átta...Þakka hólið, þú ert hér með mín uppáhaldsmanneskja  

Námskeið eru eftir samkomulagi...láttu heyra í þér...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 6.11.2007 kl. 01:48

7 identicon

Sæll Lárus!

En gaman að ég skuli vera uppáhaldsmanneskjan þín :)

Ég er nú fátækur námsmaður eins og er og hef sennilega ekki efni á að fara á námskeið hjá þér á næstunni, en gott að vita af þessu. En ég á pottþétt eftir að heimsækja gallerýið þitt þegar ég kíki næst til Keflavíkur. Ofboðslega finnst mér fallegar ljósmyndirnar þínar þar sem þú spilar glerinu og vatninu saman. Og þessi gripur "Útsprunga" er náttúrulega stórkostlegur! Er sá gripur til sölu?

Kv, Lilja.

p.s. Ég held bara að ég hafi rekist á þig í mogganum í dag.

Lilja (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 17:49

8 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Hæ Lilja, fátækir námsmenn eru reyndar uppáhaldsmanneskjurnar mínar  Þvílík tilviljun ! Kíktu endilega við og láttu vita af þér þegar þú kemur..

Útsprunga er stykki sem á eftir að vinna nánar í samhengi við skúlptúr sem ég er að þröngvast við að fæða....þegar þar að kemur verður hann að sjálfsögðu falur...

Jú Mogginn....það kann vel að vera

Lárus Gabríel Guðmundsson, 7.11.2007 kl. 01:06

9 identicon

Heyrðu ef þú heldur einhverntíma sýningu á þessum skúlptúr sem þú ert að þröngvast við að fæða, endilega sendu mér þá boðskort því ég verð að sjá þetta.

Lilja (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 08:52

10 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Þú verður fyrst á boðslistanum...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 7.11.2007 kl. 12:35

11 identicon

:) Takk....ég hlakka til!

Lilja (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband