Feitur&Grćnn
22.8.2007 | 02:33
Herra Feitur&Grćnn getur ekkert ađ ţví gert ţó svo hann sé svona feitur og grćnn. Einn og illa liđinn liđast hann eftir svörtum söndum og kennir í brjósti um sjálfan sig. Hann er útskúfađur af fjöldanum; sker sig úr hvar sem hann kemur. Herra Feitur&Grćnn er fullur af skömm og sýtir bitran barndóm sinn. Hann man hlátrasköllin frá hinum krökkunum fyrsta skóladaginn og hvernig stelpurnar hlunnfóru hann í gaggó. Bendingarnar á götum úti ţegar hann hćttir sér innan um almenning eru óumberanlegar. Hann hefur aldrei fariđ í sund og ţorir ekki í sólarlandaferđir ţví allir gera grín ađ honum á ströndinni. Herra Feitur&Grćnn er feiminn og dálítiđ inn í sér en samt hiđ besta skinn og leit ađ betri vini og förunaut. Ţađ veit ţađ ţó enginn ţví Herra Feitur&Grćnn er alltaf einn. Vill einhver eiga hann ?
Athugasemdir
Vel skrifađ hjá ţér, ţú ert međ skáldanef ţađ er deginum ljósara
Fríđa Eyland, 30.8.2007 kl. 10:54
Mögulega......magnađ hvađ göngutúr međ steypta og málađa glerfígúru og myndavél eftir Reykjanesströnd getur fćtt af sér...
Lárus Gabríel Guđmundsson, 31.8.2007 kl. 01:49
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.