Fyrsta glerblástursverkstæðið á Íslandi þar sem er opið fyrir gesti og gangandi

Jæja, þá fer að koma að því. IceGlass, fyrsta opna glerblástursverkstæðið á Íslandi opnar í kringum 20. ágúst að Grófinni 2 í Keflavík. Þegar ég segi "opið" á ég við að það er gestum og gangandi fullkomnlega frjálst að reka inn nefið og fylgjast með því þegar glerið er blásið og formað, þetta hefur hingað til ekki verið hægt hér heima.

Hægt er að panta sér glermuni út frá eigin óskum hvort sem er til gjafa eða til eigin nota og einnig verður um stórt úrval muna til sýnis og sölu á staðnum. Vinnuhópar, skólar og svo framvegis geta einnig pantað tíma á verkstæðinu þar sem fólki gefst færi á að prófa sig fram við þessa heillandi iðn, að sjálfsögðu undir góðri leiðsögn.

Við mæðginin, ég og Gulla, höfum starfrækt verkstæði af þessu tagi í Danmörku um árabil og nú er komið að því að skella þessu upp hér heima. Hendi upp nákvæmari opnunardagsetningu seinna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hjartanlega til hamingju Lárus HJARTANLEGA TILHAMINGJU..... Ég mæti á svæðið og húkka mér far til Keflavíkur til að fylgjast með herlegheitunum.

Brynjar Jóhannsson, 4.8.2007 kl. 14:40

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Þakka þér Brynjar, ávallt velkominn !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 4.8.2007 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband