Driftwood, poetry and glass. Myndklippa úr heimildarmynd

Við strönd á Reykjanesi datt mér í hug að fallegt væri ef fleiri ljóðskáld sameinuðust um útgáfu ljóða á rekavið sem fleyta myndi út til hafs. Glerið speglaðist í haffletinum þar sem ég gekk um og myndaði glerinnsetningar á staðum, það var fullkomið logn og heiðríkja og þetta verkefni virtist í mínum huga óumflýjanlegt. Ég hef síðan unnið að þessu litla verkefni og hér er lítil klippa af þessu. Vonast til að fullklára þetta innan mánaðar. Vantar eitt til tvö skáld í þetta, svo ef einhver lúrir á litlu skáldi látið mig vita. Njótið vel. Í klippunni flytur ljóðskáldið Brynjar Jóhannsson eitt ljóða sinna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

hahahahah ég er bara upp með mér .... þakka þér fyrir kynninguna Lárus..

Brynjar Jóhannsson, 30.7.2007 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband