Samóma - Glerinnsetningar til skammtíma og langtíma í íslenska náttúru

Ég er sem fleiri heltekinn af íslenskri náttúru í allri sinni hrikaleik og dýrð. Ég hef um skeið gert mér sérstakt ómak við  að njóta hennar eftir því sem tími gefst til, leikið mér með glerið mitt og bara lifað.

Myndin hér er sú fyrsta í verkefni sem stuðlar að því að sameina glerlist mína íslenskri náttúru. Vona að þeir sem kíkja njóti vel.

(Sökum samanþjöppunar á gæðum til að geta hent þessu upp hér, mæli ég með því að láta það eiga sig, að stækka myndbandið upp í fulla skjásýn.)

Tónlistin er af litlum geisladisk sem ég vann að hluta til í samvinnu við sellóleikara nokkurn, Cosmo D, búsettan í New York. Diskur þessi náði þeirri frægð að prýða vefverslun Smekkleysu á sínum tíma en hefur annars bara yljað vinum og kunningjum um eyrnasnepla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.7.2007 kl. 23:12

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

FLOTT HJÁ ÞÉR LÁRUS.. og falleg tónlist hjá þér líka. 

Brynjar Jóhannsson, 25.7.2007 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband