Endurfundir

ENDURFUNDIR

 

Þá ertu mín kæra aftur komin heim,

eftir dvöl í ókunnugu landi.

Rjóð í kinnum ratar í minn faðm,

ræðir um þitt líf með lötum seim.

Þú segist hafa lent í svolitlu klandri,

en sért í raun og trú á mínu bandi.

 

Þú flaugst á brott og eftir bréfið lá,

er baðst mig ekki vera í hjarta hryggur.

Og þó ég sé í eðli mínu tryggur,

þá sé það villa að syrgja og væta brá.

Þú sért bara ekki sú sem bóndann þiggur.

Í raun og sannleik engin hringaná.

 

En nú þú stendur hér við mína hlið,

hlý og björt sem indæl sumarnótt.

Dreyma vilt og vera stúlkan mín,

eftir vonda og langa raunabið.

Þó eftir að þér hafi annað þótt,

þá sé í raun og veru aðeins við,

að eilífu og jafnvel aðeins lengur.

Ei slitnað hafi ástar þinnar strengur.

Og reyndar sértu álitlegur fengur.

Þú óskar svars, það megi falla fljótt.

 

Fyrirgefning megnar sár að sefa,

sanna ást þú viljir frá þér gefa.

Ég svar þér gef um mína innstu sýn,

að sæll ég verði ef þú verðir mín.

Við leiðumst brott og sól á himni hengur,

að eilífu og jafnvel aðeins lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband