Ungdómsvísa
2.6.2018 | 10:42
Ungdómsvísa
Allir ungu drengirnir eru að tapa sér,
þeir vilja vera svertingjar og mynda gettóher.
Fá sér hundrað húðflúr og dópa út í eitt
og foreldrarnir skilja ekki neitt.
Allar ungu stúlkurnar eru að missa það,
gata sig og hola og ég veit ekki hvað.
Þær klæða sig í hóruföt og djamma dag og nótt,
á níðurtúrum pilla sig og hafa um sig hljótt.
Þessi samtími er snúinn og allur bjagaður.
Þessi æskulýður illa agaður.
Þessi þjóð, þessi þjóð ...
elur viðbjóð.
Börnin föst við tölvurnar, augun eru sljó.
Full af Rítalíni og apótekið hló.
Félagsfræðipakkinn framleiðir pakk,
sem þykist vera emminemm eða túpakk.
Þessi samtími er fokkd og farinn í steik.
Börnin illa menntuð, ríða og fara í sleik.
Þessi þjóð, þessi þjóð ...
elur viðbjóð.
Eiturlyfjasalarnir ganga um skólans lóð,
skilja eftir sig dauða og eiturslóð.
Klámið er í algleymingi og kveikt á hverjum skjá.
Mamma, pabbi og litlu gullin horfa saman á.
Þessi samtími er steiktur og farinn á ská.
Börnin ganga frá okkur og við vitinu frá.
Þessi þjóð, þessi þjóð ...
elur viðbjóð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.