Týnd börn
16.9.2010 | 04:45
TÝND BÖRN (Um stjarfann og vökuna)
við sem getum ei sofið
liggjum sem stjörf í óræðu myrkri
skynjum flöktandi skugga
í klingjandi hringekkju
sem aðeins Guð getur stöðvað
týnd sem börn í stórmarkaði
með augun læst í hillunum
skiljum ekki röddina í kerfinu
bregðumst glöð við hverju brosi
grunlaus um stöðuna
í gloppunni áður en hið sanna slær
niður sem eldflaug í veruna
uppnumin heillumst af frelsinu
und fölgulum ljósum
í margslungnum heimi
staðan seyðandi
sem glænýtt bragð og kitlar lauka
hnífskarpir litir
opnum víddir með sjálfstæðri skynjun og nýrri
þar til rauðklæddi maðurinn með lógóið á bakinu
kemur og leiðir okkur aftur heim . . .
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.