Færsluflokkur: Bloggar

Týnd börn (hljóðskreyting)

Njótið hljóðskreytingar við ljóðið "Týnd börn (um stjarfann og vökuna); hér í tónlistarspilaranum til hægri.

Takk.


Týnd börn

TÝND BÖRN (Um stjarfann og vökuna)

 

við sem getum ei sofið

liggjum sem stjörf í óræðu myrkri

skynjum flöktandi skugga

í klingjandi hringekkju

sem aðeins Guð getur stöðvað

týnd sem börn í stórmarkaði

með augun læst í hillunum

skiljum ekki röddina í kerfinu

bregðumst glöð við hverju brosi

grunlaus um stöðuna

 

í gloppunni áður en hið sanna slær

niður sem eldflaug í veruna

uppnumin heillumst af frelsinu

und fölgulum ljósum

í margslungnum heimi

staðan seyðandi

sem glænýtt bragð og kitlar lauka

 

hnífskarpir litir

opnum víddir með sjálfstæðri skynjun og nýrri

þar til rauðklæddi maðurinn með lógóið á bakinu

kemur og leiðir okkur aftur heim . . .


Steinbúi

iceglass.mask1

Sprettur af steinum, býr við haf...


Af pönkeind í Færeyjum

Hér á síðunni ber hæst þessa stundina lagið: MISSKILIN PÖNKEIND Í FÆREYJUM.

Lagið er í flutningi Lalla Frænda og Prakkarana og má finna nr. 2 í lagaspilunarlista síðunnar.

 

Góðar Stundir.

 


Við þekkjum öll konuna með ryksuguna...

Nýtt lag innsett í spilara síðunnar

KMR (demóupptaka)

Hér til hægri

Flutningur: Fjarkarnir


UNDANFARI

skal.ice

Slær sig í öldur, sveigist og storknar . . .


...

SOFFÍA Á SIGLÓ

NÝ ÚTSETNING LAGSINS "SJOPPUVÍSA" NEÐST Í TÓNLISTARSPILARA SÍÐUNNAR.

GÓÐAR STUNDIR.


Fegurð skín í sannleiks himni

icetoy 054

Hamingjuhnöttur nr. 7

Staður: Sprunga á Bergi í Reykjanesbæ

Stund: 14.06 2010

Ágrafinn orðunum: FEGURÐ SKÍN Í SANNLEIKS HIMNI

 


LÍTILL FEITUR KALL

Athygli vakin á nýju lagi í tónlistarspilaranum til hægri.

Lagið ber nafnið: LÍTILL FEITUR KALL

Flutning annast Fjarkarnir.

 


ályktun # 29

ályktun #29 

 

þarfnast ei ráðgjafa

né niðurnjörvunar

hin nýja heimssýn

kemur við kaun

skilur

þig

eftir

á bak við grímuna

æpandi barn

mögulega

allsherjar eyðilegging

íhugum frelsi

beislum ekki sólina

reynum að njóta blámans

og þökkum vorinu

komuna


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband