Svarthvíti maðurinn

svarthviti

"Svarthvíti maðurinn" (Lárus Guðmundsson, Akrýll á striga, 60 x 30 cm, 2009)

Svarthvíti maðurinn (brot) 

hinn svarthvíti maður
lá örmagna flatur
á blóðstrætum

hrafnsvartur himinn
lá yfir og boðaði ógn

hin reikula Lukka
með djúprauðar varir
gaf puttann

hinn svarthvíti maður
var týndur í óminnissvefni

turnar
fátt nema turnar
í þessari borg
og liðast í einni lóðréttri línu
upp upp

það skreið um í sjávarhlustum
hins svarthvíta manns
klæjandi niður uppbrotinn af bíllúðrum og brotnu gleri
Hin svikula Lukka var drukkinn
sendi tóninn út í hringiðu af talandi munnum

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband