Tannrótarbólgublús (texti)

TANNRÓTARBÓLGUBLÚS

 

Þitt vatnskennda höfuð er veruleikafirrt,

eymdin hefur fyrir löngu örlög þin birt.

Sjúklega sexý í augunum á þér

en sjarmi þinn er ekki stærri en krumpað krækiber.

 

Þú hrörlega hræ af manni,

ert sjúkur með sanni.

 

Þú dansar á línunni aleinn og sér,

á lífið þú herjar með óvígan her.

Þegar gríman er fallinn þá ertu ekki neitt,

getur ekkert aðhafst og þar með engu breytt.

 

Þú vonlausa tilfelli af fír,

ert í röngum gír.

 

Þú sekkur eins og svikari í eigið lygafen

og líklega ertu fæddur með kolvitlaus gen.

Grefur þína gröf við eigið heimahlað.

Það er svo augljóslega eitthvað mikið að.

 

Þú týpíska tilfelli um tjón

ert leiðindaflón.

 

Hvað er svo til ráða þegar allt er farið hjá

og ekki nokkur hræða til að stóla á ?

Þú einn mátt þá húka í þinni skreyttu skel,

í einveru tærist og hverfur í hel.

 

Sex fetum neðar þá býrð

og ei aftur snýrð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband