Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

FLATBÖKUUNGLINGURINN

Þegar unglingurinn hafði lokið sér af.
Kreyst síðustu íturbóluna fyrir framan sannleiksspegilinn.
Þá leið honum betur.

Þó blasti við honum fésholdið, bólgið og aumt, rautt sem flengdur botn.

Gæti hann aðeins púðrað sig fagran, myndi svipmynd veruleikans verða léttbær.

Hann gekk til móts við daginn, lúpulegur og fullur af smán.
Líkt og atómveðurbarinn sjómaður, maðkétinn að hluta.
Sat við kassann í ofvöxnum stórmarkaði.
Forðaðist augu kúnnans eins og háll áll.
Drengurinn starði í gaupnir sér hvað mest hann mátti.

Gekk einn út fyrir í hádegishléinu.
Reykti og grét.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband