um eymd og gleði #11

um eymd og gleði #11 

það virðist að jöfnuðu vera 
sem eymdin sé frekari gleðinni
hún krefst meira
rífur meira til sín
hefur stærra sjálf
þrykkir að því er virðist dýpri spor í vitundina góðu
situr þungt

hér er þó alls ekki sagt að þessi kenning sé algild

líttu á þetta meira eins og hugmynd sem varpað er fram

mögulega til einskis

á meðan gleðin er sviflétt ský
er eymdin flísin sem setur sig djúpt og vill helst ekkert fara
broshýra barnið á götunni flýgur hjá
meðan vannærði betlarinn sem þú gengur framhjá brennir mynd að innanverðu
á sjáöldrin

þannig meint

skiluru ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband