Láttu hann skína

steingrím

Hafir þú beðið og vonað að ljósið brytist fram.

Í örvinglan hrópað á geisla og sólskrúð reytandi hár þitt í sútinni.

Litið í hyldjúpa fjarlægð í órónni nöpru.

Þá væri gott að grípa þá stund sem gefst milli stríða.

Þá stund þegar hjarta þitt hvíslar sem einlægast.

Láta þann sannleik óma að þú (eins og allir aðrir) ljóma að innan.

Láta hann seytla og væta í eyðimörk hugans.

Láta hann næra og bæta.

Láta hann skína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband