frásögn af manni#1

hann forðaðist augnsamband
lék á trompet þegar ekki til hans heyrðist
og einhverstaðar inn í sér dreymdi hann um sólótónleika í norræna húsinu
hann var rauðbirkinn en ekki svo að það gerði eitthvað til
það er til fullt af fallegu rauðbirknu fólki
á góðum dögum var hann einn af þeim
síðhærður í meðallagi
sívaxandi hálfmáni olli honum heilabrotum
vinur hans hafði flust til Grímseyjar fyrir þó nokkrum árum síðan
ekkert til hans spurst

samveran hvort eð er ofmetin
skálkaskjól gegn einverunni
hann átti erfitt með beint augnsamband
fannst eins og borað væri í hann
kafað
þessvegna gekk hann iðullega örlítið eins og niðurlútur
horfði lítillega niður á við á tærnar á hvítum íþróttaskónum
á torgum muldraði
ljósri röddu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband