Hinn íslenski hersöngur...

Fyrir fimmtán árum síðan blómstraði íslenskur her. Ég var svo lánsamur að vera þar einn tveggja höfuðpaura. Við sem herinn rákum stjórnuðum hermönnum okkar harðri hendi. Menn unnu sig til álita með ýmsum heimskuverkum og stigu í tign eftir því hvað verkin sem þeir unnu voru smánarleg og fáránleg. Þetta var sem sagt það sem kalla mætti alvöru herbrölt. Ekkert rugl. 

Í dag er íslenski herinn sagan ein þó svo að við höfum verið ansi öflugir um skeið, allir tíu talsins.

Í minningu hins Íslenska hers birti ég hér textann við baráttusöng okkar sem ég skrifaði eina nóttina uppfullur af ættjarðarást með einræðisglampa í augum.

Njótið vel...

Hinn Íslenski hersöngur

Rís upp ! þið íslensku hermenn hraustir og glaðir/í hundruðum bíða ykkar ókunnir spennandi staðir.    Leysið úr eymdinni þjóð ykkar, þegnanna og landið/þeysist í vígahug drengir og verk ykkar vandið.

Þið eruð eldur sem brennur í bölmóðsins vindi/Án ykkar bjartsýnin fölnaði, veiktist og hryndi. Þið munið stolt ykkar forfeðra réttlæta og vekja/þið munuð fjendur af landinu eilífa hrekja !

Rís upp ! þið einasta von ykkar bjargþrota þjóðar/þreyjið nú orustu og sigurinn ykkar mun óðar. Berjist með valdi sem íslenskum einum er valið/verjið nú skerið er hljóðar svo skelkað og kvalið.

Því ykkar er framtíðin fögur sem vorbjörtu blómin/ykkar er baráttan, hetjunnar dugur og ljóminn. Eilífðar himnadýrð, dásemd sem vorloftið hreina/ykkur mun hlotnast á landinu sanna og eina !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugavert.

Ragga (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 22:27

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Takk Ragga...þú hefðir smollið fínt inn í herinn en.......nú er það því miður of seint :(

Lárus Gabríel Guðmundsson, 10.6.2008 kl. 23:41

3 identicon

Ragga (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 14:24

4 identicon

Flott..

Dexxa (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 09:40

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

ÍH........

LENGI LIFI BYLTINGIN

Brynjar Jóhannsson, 12.6.2008 kl. 14:47

6 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert flottur!

kona fyllist lifsins anda eftir lesturinn .....

www.zordis.com, 13.6.2008 kl. 08:26

7 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Brynjar: Jú, nákvæmlega ! :)

Zordís: Gott að orðkynngi hersöngsins skuli enn kveikja upp byltingaranda sálnanna :)

Lárus Gabríel Guðmundsson, 15.6.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband