Njótið vel.

Ég hef áður vikið að mínu nýrómantíska æði og ástúð á orðum, ljóðum, tjáningu sálarinnar á því eina máli sem flestir taka trúanlegt.

Hér er eitt af afleiðingum skriftanna.

Þegar mér var rótað í gegnu skúffurnar einn daginn birtist þetta ljóð mér sem ég skrifaði fyrir einum 14. árum.

Njótið vel. 

NÓTT

Brostu því sólin er syfjuð,

brátt mun hún sofa svo rótt.

Allt verður hljótt,

svo undurhljótt,

himinn mun fyllast af nótt.

Nóttin er nærgætin kona,

næmlega mun hún þér fylgja,

um álfur og ókomna drauma.

Því nóttin er góð og nóttin er hljóð,

nóttin er draumanna fljóð.

Bróstu því sólin er sofnuð

og sindrandi nóttin er hlý.

Húmdökkir hatursins skuggar,

horfnir í daganna dý.

Nóttin er frelsandi engill,

í för sinni himninum frá.

Ef býður þú henni í hug þér,

mun hún hvíla þér hjá.

Brostu því nóttin er nakin,

nýfædd með glóandi hár.

Auðmjúk sem kúgaður þrællinn,

mun hún græða þín blæðandi sár.

Hún mun krjúpa sem ástsjúkur biðill,

við brjóst þitt og biðja þín til.

Ástfangin mun hún þín vitja og segja;

þú ert allt sem ég vil.

Þú hvílir í húmdökkum örmum,

þú kynt hefur draumanna bál.

Nóttin hún á þina drauma,

nóttin hún á þína sál.

En að lokum hún þyrlast til tómsins,

hverfur í daganna haf.

Einn muntu nötra því nóttin,

aðeins draum sinn þér gaf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg

fallegt

Ingibjörg, 24.11.2007 kl. 13:25

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Þakka fyrir hólið fyrir bernskubrekin :) Góða helgi

Lárus Gabríel Guðmundsson, 24.11.2007 kl. 22:43

3 identicon

Gaman að skoða síðuna þína, og mjög svo fallegt ljóð eins og svo margt sem kemur frá þér Lalli minn

Una (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 11:38

4 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Hæ Una ! Þakka fyrir kíkkið og allt. Þú ert hér með uppáhaldspersónan mín

Lárus Gabríel Guðmundsson, 27.11.2007 kl. 12:34

5 identicon

Æ takk þú ert nú í uppáhaldi hjá mér líka

Una (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband