Útöndun nýrómansins forna

Ég hef áður ritað í þessu bloggi um hið nýrómantíska æði mitt og nokkura vina minna sem skall á mér fyrir tvítugsaldurinn. Þetta voru ansi skemmtilegir tímar og mikið ort og rýnt í skruddur, dálítið fyndið að hugsa til þess að skömmu eftir að þessu tímabili fór að halla, spratt kvikmyndin "Dead poets society" upp kollinum.

Hér læt ég fylgja eitt af myrkari ljóðum sem ég skrifaði (eða orti ef maður vill vera fínn) á þessum tíma. Fyrir víðlesnari menn býst ég við að berklaveikir orðsnillingar og vofur nýrómatíkurinnar sveimi um á milli lína. Jafnvel að hægt sé að bera kennsl á einhverra þeirra. Njótið vel...

Grafarljóð

Grafðu þig dýpra í gjána,
gjöf mín í djúpinu´ er falin.
Myrkur hins glottandi mána,
mætir þér niðdimma nótt.
Mörkin á illskunni er alin;
angurvær meyja við ána,
vitjar um von sína dána,
vindurinn þýtur svo hljótt.

Grafðu þig dýpra í gjána,
gjöf muntu hljóta að launum.
Þorstinn er vekur upp þrána,
þjaka mun vonina skjótt.
Reynslan er falin í raunum,
roði þíns hjarta mun blána.
Gæfa þín litrík mun grána,
í nístandi helkaldri nótt.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Þakka, þakka; bara skömm að ég var ekki uppi fyrir u.þ.b 120 árum; þá hefði þetta náttúrulega orðið ódauðlegt

Lárus Gabríel Guðmundsson, 27.8.2007 kl. 10:56

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég man vel eftir þessu ljóði Lárus. Mér finnst það virkilega vel ort þó dimmt sé yfir því.

Brynjar Jóhannsson, 27.8.2007 kl. 18:32

3 identicon

Flott!

Ragga (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 16:54

4 Smámynd: Árni Gunnar Ásgeirsson

Skemmtilegt. Það eru nú reyndar innan við 120 síðan James Morrison varð frægur fyrir svona skáldskap. Kannski vantar þig bara rétta hljómborðið undir.

Árni Gunnar Ásgeirsson, 29.8.2007 kl. 18:05

5 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Ragga: Takk, takk

Árni Gunnar: Jú, James var ansi myrkur það er rétt. Kompliment að vera líkt við gutta þó innblásturinn komi ekki beint þaðan heldur sem áður er sagt frá berkla og drykkjusjúkum ungmennum sem höfðu lag á að raða orðum saman í kringum þar síðustu aldamót.... góðir gæjar

Lárus Gabríel Guðmundsson, 30.8.2007 kl. 01:41

6 Smámynd: Fríða Eyland

Mikil snild er þetta kvæði.....

Fríða Eyland, 30.8.2007 kl. 11:08

7 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Takk Fríða ! Þú ert allt of góð við mig

Lárus Gabríel Guðmundsson, 31.8.2007 kl. 01:47

8 Smámynd: Halla Rut

Ég las ljóðið áður en ég las sjálft bloggið og var viss um að hér væri á ferð einhver frægur kveðskapur sem ég hefði misst af. Þetta er stórkostlegt og hart. Heillaði mig uppúr skónum, þótt að ég sé berfætt.

Halla Rut , 6.9.2007 kl. 23:37

9 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Takk takk, gott hrós er gulli betra

Lárus Gabríel Guðmundsson, 7.9.2007 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband