Sagan af tóminu

Sagan af tóminu 

 

hið gráa tóm sló í olíulit

við sólarupprás

kassalagað og holt

við stigum þar inn

litum töfraspegla og þúsundir sálna læstar í glóandi nálarauga

það stóð á dökkri ströndu

negullitaður sandurinn teygði sig svo langt sem augu eygðu

í allar áttir

hvorki fugl né fluga en hljóð einsog frá öldum í fjarska og skvaldri

gaf okkur von um að kannski værum við ekki ein

þó leyndist grunur um að fyrir hvern faðm sem að baki yrði lagður

myndu bætast við tveir handan sjóndeildarhrings

kannski er betra að dvelja um kyrrt ?

það er bærilegt meðan að sólin skín

en verri er nóttin . . .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þungt en flott..svo er alltaf spurninginn hvort glasið er hálf fullt eða hálf tómt :)

Ásta (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband